Fyrsta greinin sem birtist í tengslum viđ 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi - Sorrý Villi!

Fyrsta greinin sem birtist í tengslum viđ 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi - Sorrý Villi!
Hanna Eiríksdóttir, Framkvćmdastýra UN Women á Ísl

Sorrý Villi       

Nýlega lét Vilhjálmur H. Vilhjálmur lögfrćđingur ţau orđ falla í sjónvarpsţćtti ađ umrćđan um kynferđisbrotamál vćri, á köflum, alltof mikil hér á landi.

Er slćmt ađ tala um Jyoti Singh sem var hópnauđgađ, barin og misţyrmt af fimm karlmönnum í strćtó í desember 2012 á Indlandi af ţví ađ hún vogađi sér ađ fara í bíó ađ kvöldi til ásamt vini sínum? Morđingjum hennar fannst hún eiga ţađ skiliđ ađ vera misţyrmt og drepin fyrir ţađ eitt ađ vera úti um kvöld í fylgd karlmanns. Megum viđ ekki tala um hina kanadísku Rehtaeh Parson sem framdi sjálfsmorđ ađeins 17 ára gömul eftir ađ skólafélagi hennar birti myndband af henni á netinu sem sýndi ţegar henni var hópnauđgađ af skólafélögum sínum? Á Íslandi er líklegra ađ stúlka í 10. bekk hafi orđiđ fyrir kynferđislegri áreitni heldur en ađ hún reyki og samkvćmt nýlegum rannsóknum hafa í kringum 24 -28 ţúsund íslenskar konur orđiđ fyrir kynferđislegu ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Ađeins var sakfellt í 12 prósent tilkynntum kynferđisbrotamálum frá árunum 2008-2009. Ţá erum viđ ekki ađ tala um ţau óteljandi brot sem aldrei eru tilkynnt til lögreglu. Er hugsanlega óţarfi ađ vekja athygli á ofbeldismálum ţar sem viđ búum í ţví landi ţar sem ríkir mesta kynjajafnréttiđ í öllum heiminum sjöunda áriđ í röđ samkvćmt World Economic Forum?

Öll ríki heimsins glíma viđ sama vandamáliđ. Morđiđ á Jyoti Singh var korniđ sem fyllti mćlinn á Indlandi. Í kjölfariđ krafđist almenningur nauđsynlegra umbóta á löggjöf og aukinnar umrćđu. Hiđ sama hefur átt sér stađ hér á landi. Aukiđ upplýsingaflćđi og byltingar á samfélagsmiđlum hafa ţar spilađ stórt hlutverk. Ţar hefur opnast ný gátt fyrir mikilvćgar raddir sem áđur fengu ekki hljómgrunn. Međ ţví ađ afhjúpa ofbeldiđ áttum viđ okkur frekar á umfangi ţess sem gerir okkur kleift ađ bregđast rétt viđ. Ţađ er á ábyrgđ okkar allra ađ búa til samfélag ţar sem konur ţurfa ekki ađ bera harm sinn í hljóđi og geti óhrćddar tilkynnt ofbeldi til lögreglunnar.

Samkvćmt Sameinuđu ţjóđunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum skilgreint sem mannréttindabrot. Mannréttindabrot af ţeim toga eru svo útbreitt vandamál ađ oft er talađ um heimsfaraldur. Ofbeldiđ á sér stađ í öllum heimshlutum; inni á heimilum, á almannasvćđum sem og í stríđi og á átakasvćđum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viđheldur sögulegu ójafnrétti kynjanna og hefur víđtćk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- og félagslegu tilliti. Samt sem áđur er ţetta sá málaflokkur sem fćr litla athygli og fjármagn af skornum skammti.

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ekki óumflýjanlegt ástand. Hinsvegar ţarf pólitískan vilja, fjárveitingu og ekki síst frćđslu sem stuđlar, ţegar öllu er á botninn hvolft, ađ hugarfarsbreytingu. Okkar helsta verkefni í ţessari baráttu er ađ knýja fram hugarfarsbreytingu og skapa ţar međ samfélög ţar sem ţöggun er ekki í bođi.

Opinská umrćđa um ofbeldi er sterkasta vopniđ í ţessari mikilvćgu mannréttindabaráttu.

Sorrý Villi.

Hanna Eiríksdóttir

Starfandi framkvćmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16