Fyrirgefning

Fyrirgefning
Ívar Karl

Fyrirgefning

Fegurđ fyrirgefningarinnar er víđtekin hugmynd í samfélagi okkar. Siđferđislegan grundvöll hennar má finna innan trúarbragđa sem utan og hefur fyrirgefningin víđa öđlast nánast sjálfgefiđ siđferđisgildi í menningu okkar. Ţar sem fyrirgefningin er ekki ađeins álitin siđferđislega rétt heldur jafnframt talin skilvirkasta leiđin til bata eftir ađ brotiđ hafi veriđ á manni. Ţess háttar ógagnrýnin áhersla á fyrirgefningu getur ţó allt eins virkađ til ţess ađ stađfesta ríkjandi valdahlutföll og undirskipa brotaţola enn á ný valdi ţeirra sem brotiđ hafa á ţeim.

Fólki sem beitt hefur veriđ kynbundnu ofbeldi, kynferđislegu, líkamlegu og/eđa andlegu er ósjaldan ráđlagt ađ fyrirgefa gerendum ofbeldisins. Er ţađ iđulega gert á ţeim forsendum ađ hún feli í sér grćđandi afl og greiđustu leiđ brotaţola til ţess ađ vinna úr reynslu sinni og láta ađ baki. Svo mikil áhersla á fyrirgefningu getur hins vegar sett ţolendur í verulega erfiđa stöđu, sér í lagi ţegar ekki er tekiđ miđ af líđan ţeirra, eđa yfir höfuđ hvort ţeir telji sig tilbúna til ţess ađ fyrirgefa. Jafnvel ţótt ţess háttar ţrýstingur sé oft gerđur af góđum hug ţá getur hann orđiđ öfugverkandi. Ţegar knúiđ er á um fyrirgefningu kemur ţađ fram í frekari valdbeitingu og ţvingunum sem ţolandi getur upplifađ á ţann hátt ađ brotiđ sé á sér öđru sinni.

Ţar á ofan virđist ţess háttar fyrirgefning oft skilyrđislaus. Ađ afsökunarbeiđni kalli á fyrirgefningu, og raunar ađ ţar sem ađ fyrirgefningin sé fyrir ţolandann en ekki gerendur, ţá ţurfi afsökunarbeiđni ekki einu sinni til og viđbrögđ gerenda, ábyrgđ og iđrun skipti ţar engu máli. En sé fyrirgefningin ćtluđ til ţess ađ veita gerendum syndaaflausn án ţess ađ ţeir ţurfi ađ taka ábyrgđ á gjörđum sínum né sýna yfirbót ţá leiđir hún síđur fram sátt hjá ţolendum. Ţess í stađ getur ţađ haft ţveröfug áhrif á ţann veg ađ ţolendur upplifi ţađ sem enn frekara ofbeldi. Hér er ţví nauđsynlegt ađ borin sé virđing fyrir afstöđu ţolanda og ţađ, hvort hann sé tilbúinn ađ skođa ţess háttar leiđir, sé látiđ ráđa för. Á móti séu ótímabćrar afsökunarbeiđnir og sáttarfundir ađ frumkvćđi gerenda fremur til ţess ađ óvirđa ţolendur og valdi ţeim jafnvel frekari skađa, ţegar ţolandi er enn einu sinni beđinn um ađ setja vilja gerandans ofar sínum eigin.

Án ţess ađ gera lítiđ úr fegurđ hugmyndarinnar um fyrirgefningu, dygđinni sem í henni býr eđa veigamiklum ţćtti hennar í upplifunum margra og merkt skref ţeirra viđ ađ vinna úr reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, ţá ber ađ vera međvitađur um ađ: afsökunarbeiđni ber ekki međ sér syndaaflausn, fyrirgefning ţarf ekki ađ fylgja afsökunarbeiđni, engin á heimtingu á fyrirgefningu, svo ţeim, sem beittir hafa veriđ ofbeldi, sé ekki gert ađ sćta frekari ţvingunum og valdbeitingu. Siđferđisgildi séu ţannig látin standa međ brotaţolum en ekki gegn ţeim.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16