Fréttaskýring: Breyti trúfélagslögum í átt til jafnréttis

Yfirlýst markmiđ ţeirra breytinga á lögum um trúfélög sem lagđar eru til í frumvarpi innanríkisráđherra sem nú liggur fyrir Alţingi er ađ jafna stöđu lífsskođunarfélaga og skráđra trúfélaga og ađ tryggja jafnrétti foreldra barns ţegar kemur ađ ţví ađ ákveđa hvort og ţá til hvađa félags ţađ eigi ađ tilheyra.

Samkvćmt núverandi fyrirkomulagi eru börn skráđ sjálfkrafa í trúfélag móđur viđ fćđingu og hefur ţađ sćtt nokkurri gagnrýni í gegnum tíđina. Jafnréttisstofa komst ađ ţeirri niđurstöđu áriđ 2008 ađ sú tilhögun ađ trúfélagsstađa barns fćri alfariđ eftir móđerni vćri tćpast í samrćmi viđ jafnréttislög. Út frá jafnrétti og mannréttindum vćri eđlilegra ađ foreldrar kćmu sér saman um hvađa félagi barniđ ćtti ađ tilheyra og skráđu ţađ sjálf.

Ekki er ţó gengiđ svo langt í frumvarpinu ađ fćra ábyrgđ á trúfélagsskráningu barna alfariđ á hendur foreldra. Í raun er ţađ óbreytt nema ţegar um er ađ rćđa foreldra í hjúskap eđa skráđri sambúđ sem tilheyra ekki sama félaginu. Ţau ţurfa ţá ađ komast ađ samkomulagi um skráningu barnsins.

Flókiđ fyrirkomulag

Alls hafa 15 umsagnir borist viđ frumvarpiđ frá trú- og lífsskođunarfélögum, stofnunum og einstaklingum. Umsögn Karls Sigurbjörnssonar, fráfarandi biskups, er nokkuđ harđorđ en hann segir breytinguna á skráningum íţyngjandi fyrir trúfélög og ganga gegn hagsmunum barnsins. Hćtta sé á ađ fyrirkomulagiđ verđi flókiđ í framkvćmd ţví engin ákvćđi séu um hvađ gerist ef foreldrar komi sér ekki saman um skráninguna. Leggur hann til ađ ef ákvörđun liggi ekki fyrir ţegar nafn barns sé skráđ verđi ţađ skráđ í trúfélag móđur.

Í umsögn Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu er gagnrýnt ađ stađa barns sé ótilgreind ţar til foreldrar sem ekki tilheyra sama félagi komi sér saman um ţađ. Ţetta geti leitt til ţess ađ ef annađ foreldriđ sé utan trúfélaga geti ţađ á óbeinan hátt ţröngvađ afstöđu sinni á barniđ í óţökk hins foreldrisins.

Umbođsmađur barna gerir litlar athugasemdir viđ frumvarpiđ í umsögn sinni en veltir upp ţeirri spurningu hvort í ljósi ţess ađ flest börn fermist á 14. aldursári sé ekki eđlilegra ađ börn gćtu tekiđ ákvörđun um inngöngu eđa úrsögn úr trúfélagi ţá í stađinn fyrir ţegar ţau eru orđin 16 ára eins og nú er. Ţannig réđu ţau sjálf hvort eđa hvar ţau fermast.

Torveldar ekki starfsskilyrđi

Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir ánćgju međ frumvarpiđ en leggur til ađ stađa barna sé ótilgreind ţar til foreldrar ţess sem eru í hjúskap eđa skráđri sambúđ taki sameiginlega ákvörđun um skráningu ţess í trú- eđa lífsskođunarfélag.

Siđfrćđistofnun Háskóla Íslands segir tillögurnar skýrar og gangi ekki á rétt eđa geri starfsskilyrđi skráđra trúfélaga erfiđari. Stofnunin gerir hins vegar athugasemd viđ skilgreininguna á lífsskođunarfélögum. Skilyrđi frumvarpsins sé ađ ţau byggist á siđferđi og lífsskođunum óháđ trúarsetningum og tengja megi viđ ţekkt hugmyndakerfi í heimspeki og siđfrćđi. Bendir stofnunin á ađ ţó ekki sé ómögulegt ađ úrskurđa um slík tengsl sé ţađ undarlegt ađ setja slík skilyrđi í lög eins og ţađ liggi ljóst fyrir á hvađa forsendum slíkur úrskurđur ćtti ađ byggjast.

 

Fréttin á mbl.is http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/05/03/breyti_trufelagslogum_i_att_til_jafnrettis/


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16