Endurnýjun samnings um lögfrćđiráđgjöf fyrir innflytjendur

Endurnýjun samnings um lögfrćđiráđgjöf fyrir innflytjendur
Lögfrćđiţjónusta fyrir innflytjendur

Mannréttindaskrifstofa Íslands fagnar endurnýjun samnings viđ Velferđarráđuneytiđ um lögfrćđiráđgjöf til innflytjenda. Samningurinn var undirritađur í gćr, 11. apríl, af Ţorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttisráđherra, og Margréti Steinarsdóttur, framkvćmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands.

MRSÍ hefur um árabil annast slíka ráđgjöf, innflytjendum ađ kostnađarlausu, á grundvelli samnings viđ velferđarráđuneytiđ. Fengin reynsla sýnir ađ veruleg ţörf er fyrir ţessa ţjónustu. Ráđgjafarviđtöl á síđasta ári voru 544 og má ţví sjá talsverđa aukningu á milli ára. Viđtölin voru ýmist veitt á skrifstofu MRSÍ eđa í gegnum síma. Mest er óskađ eftir ráđgjöf vegna umsókna um dvalar- og atvinnuleyfi og varđandi  fjölskyldurétt, einkum vegna skilnađar- forsjár- og umgengnismála, en ýmis önnur mál koma einnig viđ sögu, svo sem ráđgjöf og ýmis önnur mál sem snúa ađ félagslegum réttindum innflytjenda.

Lögfrćđiráđgjöfin er veitt í húsnćđi skrifstofunnar, Túngötu 14, á ţriđjudögum kl. 14-19 og á föstudögum kl. 9-14. Tekiđ er viđ tímapöntunum í síma 552-2720 eđa í tölvupósti: info@humanrights.is.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16