Ellefu ára

Ellefu ára
Brynhildur Björnsdóttir

Ellefu ára

Ţegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkiđ. Í ţeim bókaflokki, sem var lesinn í tćtlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikiđ um kynlíf sem . k er undantekningarlítiđ sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar ţangađ til ţćr ađ lćra ađ meta ţađ og nauđganir verđa ekki ósjaldan til ţess ađ nauđgararnir verđa ástfangnir af brotaţolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri.

Bókaflokkurinn um Ísfólkiđ lifir enn og viđ hafa bćst bćkurnar um ljósaskiptavampírurnar ţar sem er spilađ á sama brćđing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga.

Stephen King hefur sagt ađ ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Ţeim finnist ţau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komiđ í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir ađ gera vart viđ sig. Hormónar sem gera ţau forvitin. Hormónar sem gera ţau spennt. fyrir líkömum sínum og annarra og ţví sem ţessir líkamar geta mögulega gert saman.

Auđvitađ eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Ţau vilja prófa ađ elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum ţessum atriđum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuđningsađilar og reynslumiđlarar. Viđ förum međ ţeim í ćfingaakstur, erum í kallfćri viđ eldhúsiđ, erum til stađar.. Ţegar kemur ađ kynlífi erum viđ hinsvegar ţ í mörgum tilfellum víđs fjarri. Viđ getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en ţađ sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um ađ kynlíf sé jafnvel betra en bernaissósa. Ţađ er bara ekki „viđeigandi“ ađ börn og foreldrar rćđi ţađ sín á milli.

En örvćntum ekki ţví hér koma Ísfólkiđ og internetiđ sterk inn, ađ ógleymdu Game of Thrones ţar sem stundum er ekki hćgt ađ greina sundur ofbeldi og kynlíf. Ţetta eru kynfrćđararnir sem börnin okkar hafa greiđan ađgang ađ, sem segja ţeim ekki bara ţađ sem ţau vilja vita heldur líka ţađ sem ţeim datt ekki í hug ađ vćri hćgt ađ vita og sumt sem ţau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflćrt.

Samkvćmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára ţegar ţeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slćr inn xxx.com til ađ sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í stađinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók.. Og ţađ er enginn á stađnum til ađ segja ţeim ađ ţađ sem ţau sjá á skjánum eđa lesa í bókinni eigi mjög lítiđ skylt viđ raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfćrt, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnađur. Nema viđ. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frćnkur og frćndur. Og viđ leyfum okkur ţann munađ ađ vera feimin.

Ţađ er okkar ađ tala viđ börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virđingu og mörk. Kenna ţeim hvađ kynlíf getur veriđ dásamlegt, skemmtilegt, nćrandi og gott og ađ ţađ eigi ekki ađ vera misnotkun, ţvingun og vont.

Ađeins ţannig getum viđ komiđ í veg fyrir ađ einu hugmyndir ţeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráuum skuggum, klámi eđa úr öđrum órćđum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíđunar, misskilnings og ofbeldis og brenglađ upplifanir ţeirra, jafnvel alla ćvi. Ţađ sem gerist, ţegar strákurinn og stelpan úr dćminu hér ađ ofan verđa fimmtán ára og ćtla ađ stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komiđ.

Brynhildur Björnsdóttir er einn höfunda stuttmyndanna Fáđu já! og Stattu međ ţér!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16