Doktorsnemanámskeið um fullgildingu mannréttindasáttmála

Doktorsnemanámskeið um fullgildingu mannréttindasáttmála
Hópmynd

Dagana 6. – 10. september sóttu tæplega 20 doktorsnemar námskeið sem haldið var í Háskóla Íslands á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands og Norsku Mannréttindastofnunarinnar í samstarfi við regnhlífasamtökin Nordic School in Human Rights Research og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

Námskeiðið bar heitið Ættu ríki að fullgilda mannréttindasáttmála?

Námskeið sem þessi eru kjörin tækifæri fyrir doktorsnema og þá sem lokið hafa doktorsnámi að kynna sér það nýjasta í rannsóknum sem snúa að mannréttindum og einnig veitir það þeim tækifæri til að kynna ritgerðir sínar fyrir fyrirlesurum sem rýna í efni og efnistök, og veita þeim leiðsögn.

Meðal fyrirlesara í ár voru Dr. Oddný Mjöll Arnadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Andreas Føllesdal prófessor við Háskólann í Osló og framkvæmdastjóri rannsókna við Norsku mannréttindastofnunina (við Háskólann í Osló), sem og þrír aðrir prófessorar frá Háskólanum í Osló, þau Anne-Julie Semb, Geir Ulfstein og Arild Underdal.

Þátttakendur, sem að þessu sinni voru flestir frá Norðurlöndunum og  Eystrasaltsríkjunum, höfðu á orði að vettvangur sem þessi væri afar hjálplegur þar sem nemar fá tækifæri til að kynna eigin rannsóknir í umhverfi þar sem virðing og umburðarlyndi ríkir meðal þátttakenda. Þverfaglegur bakgrunnur þátttakenda endurspeglast í athugasemdum þeirra og gefur tóninn að uppbyggilegum, fjölbreyttum og fræðandi umræðum um aðferðir og sjónarhorn. Að auki eru doktorsnemanámskeið hvatning til áframhaldandi rannsókna og mikilvæg fyrir myndun tengslaneta.

Þátttakendum gafst einstaka stund milli stríða og meðan á dvölinni stóð fóru þeir meðal annars í Bláa lónið, og hópmyndin var tekin í dagsferð þeirra um Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

Myndir frá námskeiðinu má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16