Blekkja erlendar konur

Oft hefur það komið upp að konur af erlendum uppruna hafa verið fengnar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar fyrir eiginmenn sína og vitað er um dæmi þess að þær hafi jafnvel verið blekktar til að afsala sér forsjá barna sinna. Þetta segir lögmaður sem annast hefur mál erlendra kvenna. 

Samtök kvenna af erlendum uppruna segja að dæmi séu um að konur af erlendum uppruna hafi verið blekktar til afsala sér ýmsum réttindum og jafnvel afsala sér forsjá barna sinna. Sabine Leskopf, varaformaður félagsins, segir brýnt að starfsfólk opinberra stofnanna reyni að fræða þær eftir fremsta megni um réttindi sín og upplýsi þær um hvað þær eru að skrifa undir. 

Margrét Steinarsdóttir er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu og starfaði áður sem lögfræðingur Alþjóðahúss. 

„Það komu allnokkur erindi inn á borð hjá Alþjóðahúsi varðandi það að einstaklingar tóku á sig einhverjar skyldur eða afsöluðu sér réttindinum, af því þeir vissu ekki hvað þeir voru að skrifa undir og þekktu ekki rétt sinn."

Margrét segir mikilvægt að opinberar stofnanir tryggi að fólk skilji hvað það skrifar undir, öðruvísi verði leiðbeiningaskyldu stjórnvalds ekki framfylgt. Misjafnt sé eftir stofnun hvernig þessari skyldu sé sinnt. 

Hún segir erfitt fyrir fólk að sanna að það hafi verið beitt blekkingum við undirskrift. 

Ari Klængur Jónsson verkefnisstjóri fjölmenningasetursins á Ísafirði segir að þörf sé að rannsaka þessi málefni betur. 

Hann bendir á að athuganir á forsjármálum kvenna sem hingað flytja utan Evrópu til að giftast Íslendingum bendi til þess að þær standi ekki jafnfætis Íslendingum. Þær athuganir þarfnist frekari rannsókna en ef rétt reynist sé það mjörg alvarlegt.

Fréttin á vísir.is http://www.visir.is/blekkja-erlendar-konur/article/2011456388756


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16