Bann viđ mismunun

Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viđhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháđ kynţćtti, litarafti, kynferđi, trú/lífsskođun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskođunum, kynhneigđ, kyngervi, ţjóđernisuppruna, félagslegri stöđu eđa öđrum ađstćđum. Ţótt ţetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; ţekkingarleysi og fordómar gera ţađ ađ verkum ađ sumum eru veitt forréttindi á međan tćkifćri annarra til ađ njóta gćđa samfélagsins eru takmörkuđ, t.d. vegna hefđa, trúarlegra kennisetninga og stađalmynda.

Ţótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til ađ mynda aukin og samkynhneigđir hafi náđ langt í sinni baráttu, ţá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg ađ sćkja og geta ekki sótt rétt sinn telji ţeir á sér brotiđ. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeiđ vakiđ athygli á ţví hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er ţegar um er ađ tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburđi viđ ţađ sem kveđiđ er á um í Evrópurétti og ţá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman viđ. 

Á Norđurlöndum er alls stađar ađ finna heildstćđa jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynţáttar eđa ţjóđernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveđa á um lágmarksréttindi en ţćr eru mikilvćgur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferđarráđuneytinu fer nú fram vinna viđ innleiđingu framangreindra tilskipana. Verđi ţćr innleiddar á fullnćgjandi hátt má ćtla ađ réttarstađa ţeirra sem eiga undir högg ađ sćkja vegna fyrrgreindra ţátta batni til muna á Íslandi. 

Eitt ţeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefiđ út á síđustu árum er ritiđ Bann viđ mismunun. Fjallar ţađ einkum um efni áđurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp ađ nýrri tilskipun um jafnrétti á víđum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst ađ kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og ţá hugmyndafrćđi sem liggur ţeim ađ baki. Rit af ţessum toga eru nauđsyn ţví til ţess ađ geta beitt sér í ţágu jafnréttis er brýnt ađ fólk ţekki rétt sinn og skyldur og viti hvađ felst í banni viđ mismunun. 

Bann viđ mismunun er ađgengilegt á heimasíđu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuđ eintök á skrifstofunni ađ Túngötu 14. Ritiđ er ókeypis.

Greinin á vísir.is http://www.visir.is/bann-vid-mismunun/article/2012705109997


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16