Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni

Fréttatilkynning frá Borgarbókasafninu

Samstarf Borgarbókasafns við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, frístundamiðstöðina Kamp, Landakotsskóla, Skóla – og frístundasvið og málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.

Árið 2002 staðfesti UNESCO að þann 21. maí ár hvert skyldi vakin athygli á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni sem er sameiginleg arfleifð mannkyns og að hlúa bera að henni og varðveita í þágu allra manna. Í tilefni dagsins mun Borgarbókasafnið beina sjónum að menningarlegri fjölbreytni í sinni víðustu mynd og standa fyrir fjölbreyttri og skapandi dagskrá þar sem verður varpað ljósi á mismunandi raddir og tungumál borgarbúa á öllum aldri. Hér er ekki endilega átt við þjóðtungur eingöngu heldur leitum við eftir fjölbreyttum orðaforða og tungutaki og fjölbreyttum tjáningarleiðum og boðskiptum.

 Safnið leggur almennt metnað sinn í að koma til móts við fjölbreytileika mannlífsins og fagnar honum alla daga með ríkri áherslu á þann fjársjóð sem býr í mismunandi tungumálum og menningarheimum borgarbúa.  Meðal verkefna sem byggja sérstaklega á fjölbreyttri menningu má nefna Menningarmót - fljúgandi teppi, Söguhring kvenna og Café Lingua – lifandi tungumál, allt verkefni sem hafa fest sig í sessi í fjölbreyttu mannlífi borgarinnar.

Dagskrá Borgarbókasafns á Alþjóðdegi menningarlegrar fjölbreytni fimmtudaginn 21.maí: Sjá hér; einnig texta hér fyrir neðan, og á heimasíðu Borgarbókasafns.

Athugið að dagskráliðir yfir daginn höfða til mismunandi aldurshópa. Allir eru velkomnir!

 

Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni fimmtudaginn 21.5 – „Margradda maí“

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 15

11.00-11.45

„Hæ góðan dag“.  Fjöltyngdur söngur og dans fyrir þau yngstu.

Rauðhetta á frönsku. Börn á leikskólanum Laufásborg sýna hvernig þau leika og læra á frönsku. Sólveig Simha býður upp á stutta kennslustund í frönsku fyrir öll áhugasöm börn.

12.45-14.00

Tónlistaratriði. 6. bekkur Landakotsskóla spilar tvö lög á stafspil undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur.

Menningarmót og dans. 4. og 6. bekkingar Landakotsskóla bjóða gestum og gangandi að fá innsýn í fjölbreytta menningarheima þeirra. Markmið Menningarmótsins er að sýna að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu öllu.

15.00-15.30

„Taktur og táknmál“, töfrandi taktveisla þar sem má upplifa ljóð eftir börnin, útfærð með takti og á táknmáli. Veislan er í boði frístundamiðstöðvarinnar Kamps.

16.00-17.30

Café Lingua |Sniðug málsnið og „lingó“

 „Hnífaparið“ Halldóra Líney Finnsdóttir og Hekla Baldursdóttir, vinningshafar á Ljóðaslammi 2015, stíga á stokk með atriðið „Gervisykrað samfélag“

 Hugvekjur:

-Áslaug Ýr Hjartardóttir, menntaskólanemi, fjallar um ólíkar raddir og mismunandi tjáningarform.

-Brandur Karlsson sýnir gestum hvernig hann stýrir tölvu til tjáningar með augunum.

Tungumálastöðvar:

Öllu áhugafólki um tungumál og orðaforða, úr öllum starfsstéttum, er boðið að koma og kynna sitt málsnið og sitt „lingó“ á tungumálastöðvum í safninu eða bara að líta við og drekka í sig lifandi og fjölbreyttan tungumálaheim borgarinnar.

Allir eru velkomnir að skrá sig á tungumálastöð (kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is) eða bara að líta við og drekka í sig lifandi og fjölbreyttan tungumálaheim borgarinnar.

 

-Á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni verður tilkynnt hvaða skólar séu orðnir formlegir Menningarmótsskólar skólaárið 2014/15

Sjá nánar: http://tungumalatorg.is/menningarmot/2015/04/30/viljid-thid-koma-i-hop-menningarmotsskola/


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16