Afmælismálstofa Mannréttindaskrifstofu Íslands

Í næstu viku heldur Mannréttindaskrifstofa Íslands málstofu í tilefni af 20 ára afmæli sínu.

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins og er því orðin 20 ára.

Í tilefni af afmælinu býður skrifstofan til málstofu um tjáningarfrelsi og trúfrelsi og skerðingu þeirra í ljósi hatursorðræðu. Erindi flytja Claudie Ashonie Wilson, Sigurður Hólm Gunnarsson og Sjón. Málstofan er öllum opin og verður haldin í salarkynnum Hallveigarstaða.

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok málstofunnar.

Við hlökkum til að sjá þig!

Nánari upplýsingar veitir Steinunn í síma 552 2720.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16