Ađ skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi

Ađ skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi
Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú

Ađ skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi 

Taliđ er ađ meirihluti fatlađra kvenna verđi fyrir ofbeldi á lífsleiđinni. Ofbeldiđ er margslungiđ og ekki alltaf í samrćmi viđ hefđbundnar skilgreiningar. Ţađ er oft faliđ, menningarbundiđ og hríslast um kerfi sem viđ ţurfum margar ađ vera í samskiptum viđ til ţess ađ komast af. Ţađ birtist líka í ţögn. Raddir okkar eru ţaggađar í hel, okkur er kennt ađ vera ţakklátar fyrir slćm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.

Tabú

Fyrir tćpum ţremur árum stofnuđum viđ Embla Guđrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Viđ höfđum fengiđ nóg af ţví ađ lesa skýrslur um háa tíđni ofbeldis og horfa upp á valdníđslu kerfisins. Viđ vorum ţreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigđarrembu og yfirvald ófatlađs fólks í baráttuhreyfingum fatlađs fólks. Viđ vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Viđ vildum gera eitthvađ; rjúfa ţögnina, ögra skađlegum viđhorfum og skapa rými fyrir fatlađar konur og fatlađ trans fólk til ţess ađ valdeflast. Í friđi og öryggi. Og viđ gerđum ţađ.

Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stćkkandi, af rúmlega ţrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifađ í kringum hundrađ greinar, haldiđ mótmćli, tekiđ ţátt í Druslugöngum, haldiđ námskeiđ og margt fleira.

Öruggara rými

Viđ sem hópur sköpum rýmiđ og ţađ skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Viđ sköpum ţađ međ ţví ađ skilgreina sjálf hvernig rýmiđ getur veriđ sem öruggast. Viđ leggjum áherslu á trúnađ, hlustun og virđingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiđum og tjáskiptaleiđum. Ţađ er engin krafa um ađ vera hress eđa hafa lausnir viđ vandamálum. Viđ reynum, umfram allt, ađ taka öllum tilfinningum opnum örmum, hrćđast ţćr ekki, gefa ţeim pláss og ţykja vćnt um ţćr.

Allar ţessar tilfinningar geta veriđ óbćrilegar í einrúmi en í ţessu rými berum viđ ţungan af ţeim saman og finnum ţeim uppbyggjandi farveg. Viđ njótum ţess ađ vera glöđ og leiđ saman. Ţađ er ekki alltaf áreynslulaust eđa án fyrirhafnar en í sameiningu höfum viđ metnađ og áhuga til ţess ađ vernda ţetta rými og leyfa ţví ađ ţróast međ okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipiđ sem viđ notum til ţess ađ styrkja okkur, frćđast og spegla sögur okkar hvor í annarri.

Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta

Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Ţar er rými sem mér finnst ég tilheyra án ţess ađ ţurfa ađ afsaka mig eđa útskýra, ţar sem ég nć ađ skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um ađ ég sé byrđi á samfélaginu, ţykja  vćnt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannađur fyrir mig. Fyrir ţađ er ég ţakklát.

Hver og ein manneskja í ţessu örugga rými skapar ţađ og á ţannig ţátt í ţví ađ gera okkur öllum kleift ađ hrinda af stađ samfélagsumbótum. Ţćr byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stćrri og pólitískari byltingar. Um ţađ snýst Tabú í mínum huga - ţannig vinnum viđ gegn ofbeldi.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16