Ađ deila reynslu sinni á opinberum vettvangi

Ađ deila reynslu sinni á opinberum vettvangi
Katrín, Kristín, Guđrún og Ţórlaug, Rótin.

Ađ deila reynslu sinni á opinberum vettvangi

Ţögnin sem ríkti um kynferđisafbrot hefur veriđ rofin međ byltingu. Ţolendur slíkra glćpa finna styrkinn í samstöđunni og stuđningum sem ţeir fá ţegar ţeir segja frá. Rótin fagnar ţessu og ekki síst ţví sem snýr ađ valdeflingu ţolenda.

Hagnýtar leiđbeiningar

Rótin telur gríđarlega mikilvćgt ađ stuđla ađ uppbyggilegri umrćđu um kosti ţess og galla ađ fara međ reynslu sína í opinbera umrćđu. Góđur undirbúningur getur dregiđ úr erfiđum tilfinningum sem ţví geta fylgt og af ţví tilefni hefur Rótin gefiđ út bćklinginn „Ef fjölmiđlar hafa samband. Leiđbeiningar fyrir brotaţola og ađstandendur“ . Bćklingurinn er ţýddur úr ensku međ góđfúslegu leyfi Canadian Resource Centre for Victims of Crime. Mannréttindaráđ Reykjavíkur og Sorpa/Góđi hirđirinn styrktu gerđ bćklingsins.

Ţađ á ađ sjálfsögđu ađ vera á valdi ţolenda hvort og hvenćr ţeir rćđa sína sögu viđ fjölmiđla og eins og kemur fram í leiđbeiningunum hefur slík umrćđa marga kosti. Tilgangur Rótarinnar er ţví ekki ađ draga úr ţeim sem kjósa ađ deila sinni sögu opinberlega heldur ađ skapa umrćđu um kosti ţess og galla fyrir brotaţola.

Möguleg áhćtta

Í bćklingnum eru nefnd nokkur atriđi um mögulega áhćttu viđ ađ segja frá opinberlega.

Fyrir suma getur ţađ aukiđ á áfallaviđbrögđ af völdum ofbeldis ađ tala opinberlega um ţađ sem kom fyrir ţá. Ţađ tekur tíma ađ vinna sig út úr afleiđingum ofbeldis, ađ ekki sé talađ um ţađ ađ höndla lögreglurannsókn, dómsmeđferđ og ágenga fjölmiđla. Ekki er hćgt ađ sjá fyrir hvernig fjallađ verđur um máliđ. Sum mál fá meiri umfjöllun um önnur, t.d. ef gerandinn er ţekktur eđa tengist valdaöflum í samfélaginu.

Ef fréttaflutningur er ónćrgćtinn, ónákvćmur eđa í ćsifréttastíl getur fólki fundist ađ brotiđ sé á ţví á nýjan leik. Eins er ráđlegt ađ fara varlega í ađ tjá sig í fjölmiđlum ef rannsókn lögreglu er í gangi eđa ţegar máliđ er fyrir dómstólum, ţađ getur stefnt málinu í hćttu.

Strax eftir glćpinn eru fjölmiđlar á stöđugri vakt og saga brotaţola jafnvel áberandi í fréttum. Ađ lokum taka ađrar fréttir viđ og ţá getur brotaţola ţótt hann einn og yfirgefinn. Einnig er rétt ađ hafa í huga ađ ţegar einu sinni er búiđ ađ birta upplýsingar opinberlega er mjög erfitt ađ bera ţćr til baka eđa eyđa ţeim. Ţá er óvíst ađ fjölskyldan styđji ţolandann og ţörf hans til ađ rćđa viđ fjölmiđla. Einnig getur veriđ ađ fjölskyldan vilji ekki opinbera ákveđnar upplýsingar.

Kostir ţess ađ deila sögu sinni opinberlega

En ţví fylgja sem betur fer margir kostir ađ fara međ mál sitt í opinbera umrćđu. Ţolandinn getur vakiđ athygli á ófullnćgjandi stefnu stjórnvalda og haft áhrif á breytingar á réttarkerfinu. Umfjöllun um einstaka brotaţola getur hjálpađ öđrum ađ skilja hvađa afleiđingar ofbeldi hefur bćđi á ţá sem fyrir ţví verđa og ástvini ţeirra. Ţađ getur hjálpađ brotaţolum framtíđarinnar ađ vinna úr álagi og kvíđa. Sagan getur veriđ drifkraftur fyrir ţá sem vinna viđ ađ ađstođa fólk sem brotiđ hefur veriđ á. Framkoma í fjölmiđlum getur nýst öđrum og hjálpađ ţeim ađ skilja bein áhrif ofbeldisglćpa.Ţegar ţolandi deilir sínu sjónarhorni međ öđrum getur ţađ orđiđ öđrum hvati til ađ kćra glćp og leita sér stuđnings.

Ţađ getur veriđ mjög valdeflandi ađ ađ segja sögu sína og jafnframt hafa áhrif á réttarkerfiđ auk ţess sem ţađ getur orđiđ ţess valdandi ađ stuđningur viđ ţjónustuúrrćđi viđ ţolendur verđi aukinn.

Bćklingurinn er ađgengilegur á heimasíđu Rótarinnar: http://www.rotin.is/ef-fjolmidlar-hafa-samband/.

Guđrún Ebba Ólafsdóttir

Katrín Guđný Alfređsdóttir

Kristín Pálsdóttir

Ţórlaug Sveinsdóttir

Höfundarnir eru í ráđi Rótarinnar – félags um málefni kvenna međ áfengis- og fíknivanda


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16