8. mars - Baráttufundur í Iđnó

Í tilefni alţjóđlegs baráttudags kvenna fyrir friđi og jafnrétti verđur efnt til baráttufundar í Iđnó ţann 8. mars nćstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Viđ munum leita svara viđ ţeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaţátttaka kvenna eđa hugmyndafrćđi femínismans geti veitt svör eđa andspyrnu viđ vaxandi fylgi hćgriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn verđur međ hátíđarsniđi vegna 100 ára afmćlis kosningaréttar kvenna á árinu og verđur ţví bođiđ upp á pallborđsumrćđur ađ loknum framsögum og gestir hvattir til ţess ađ taka ţátt í líflegum umrćđum um málefniđ. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Fundurinn hefst klukkan 15.00 og lýkur kl. 17.00.

Dagskrá:
15.00-15.30 Framsögur
Ţórhildur Sunna Ćvarsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Drífa Snćdal
15.30-15.45 Spurningar úr sal
15.45 Hljómsveitin Eva spilar
15.55 Kaffihlé
16.15-17.00 Pallborđsumrćđur. Gyđa Margrét Pétursdóttir stýrir umrćđum. Auk framsögukvenna eru ţátttakendur í pallborđi Margrét Steinarsdóttir og Guđbjörg Sveinsdóttir.
17.00 Hljómsveitin Eva leiđir fjöldasönginn Áfram stelpur!

Ađ fundinum standa BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfrćđinga, Femínistafélag Íslands, Félagsráđgjafafélag Íslands, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Menningar- og friđarsamtökin MFÍK, Reykjavíkurborg, RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfrćđum viđ Háskóla Íslands, Samtök hernađarandstćđinga, SFR, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót, STRV, Ţroskaţjálfafélag Íslands og W.O.M.E.N.

Öll velkomin međan húsrúm leyfir!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16