30 ára afmæli Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna: Nýtt rit á íslensku kemur út

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 30 ára í dag. Í tilefni dagsins gefur Mannréttindaskrifstofa Íslands út nýtt fræðslurit um Kvennasáttmálann, í samstarfi við Jafnréttisstofu, félags- og tryggingamálaráðuneyti, UNIFEM á Íslandi og utanríkisráðuneyti. 

Með útgáfu bókar um Kvennasáttmálann er ætlunin að stuðla að aukinni þekkingu á réttindum kvenna og þar með stuðla að samfélagi þar sem konur njóta jafnréttis, mannhelgi, borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda og óttaleysis um líf og afkomu. Nálgast má bókina hjá Mannréttindaskrifstofu, hjá UNIFEM og víðar.

Frekari upplýsingar er að finna á forsíðu.

Bókin verður kynnt á jólaglögg UNIFEM í dag í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42, milli kl. 17-19.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16