„Einn blár strengur“

„Einn blár strengur“
Sigrún Sigurđardóttir, lektor viđ HA

„Einn blár strengur“

Kynferđislegt ofbeldi gegn drengjum

Alţjóđlegar rannsóknir sýna ađ kynferđislegt ofbeldi í ćsku getur haft víđtćk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líđan. Ţađ er útbreitt vandamál á heimsvísu sem hefur áhrif á líf milljóna barna.  Heilbrigđismála-, menntamála-, félagsmála- og lagayfirvöld er hvött til ađ taka ábyrgđ gagnvart ţví af Alţjóđa heilbrigđismálastofuninni.

Kynferđislegt ofbeldi gegn drengjum er betur faliđ og minna rannsakađ en gegn stúlkum og ţví flókiđ ađ bera saman. Drengir sem verđa fyrir kynferđislegu ofbeldi upplifa oft fordóma frá samfélaginu og ađ vera einhvers konar jađarhópur. Ţeir segja sjaldan frá ofbeldi á ţeim tíma sem ţađ á sér stađ og ţađ tekur ţá langan tíma ađ deila ţeirri reynslu, ef ţeir gera ţađ á annađ borđ. Geta ţar karllćg gildi, karlmennskuímynd eđa stađalímyndir haft áhrif á.

Vandmál sem fylgt geta karlmönnum međ slíka reynslu til unglings- og fullorđinsára eru brotin sjálfsmynd, reiđi, skömm, einagrun, sektarkennd, sjálfskađandi hegđun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, áhćttuhegđun, tilfinningaleg aftenging og flótti frá ađstćđum. Einnig ţunglyndi, kvíđi, fćlni,  áfallastreituröskun, sjálfsvígshugsarnir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Karlmenn efast oft um kynhneigđ sína eftir slíka reynslu, upplifa vandmál tengd kynferđi og brotinni karlímynd. Ţeir geta glímt viđ endurminningar sem trufla kynlíf ţeirra og taka frekar ţátt í  áhćttusömu kynlífi, glíma viđ sambands- og  hjónabands vandmál og vinnufíkn.

Einstaklingar sem upplifa ofbeldi í einhverri mynd og segja ekki frá, lifa oft viđ streitu sem hefur bćlandi áhrif á ónćmiskerfiđ og getur valdiđ sjúkdómum.  Ađ segja frá ofbeldinu er ţví mjög mikilvćgt fyrir heilsufar og líđan.

Rannsóknir sýna ađ einn af hverjum sex drengjum verđa fyrir kynferđislegu ofbeldi í ćsku og er Einn blár strengur átaksverkefni til ađ vekja athygli á ţví. Tónlistarmenn setja einn bláan streng í gítar sinn sem stendur fyrir einn dreng af sex. Nemendur á heilbrigđisvísindasiđi viđ Háskólann á Akureyri hafa unniđ ađ verkefninu og verđur ráđstefna ţví tengt í Háskólanum á Akureyri 20. maí 2017. Opnađ hefur veriđ fyrir innsendingu ágripa og facebook síđa stofnuđ.  

Sigrún Sigurđardóttir, lektor heilbrigđisvísindasviđi HA,  doktorsnemi í hjúkrunarfćđi viđ HÍ.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16