„Ég veit ekki hvort ég á heima hér“

„Ég veit ekki hvort ég á heima hér“
Ólöf María, ráđgjafi hjá Aflinu Akureyri

„Ég veit ekki hvort ég á heima hér“

Ég settist niđur í rauđa sófann og sagđi ţetta viđ konuna sem sat í hćgindastól á móti mér, hún brosti ađeins og sagđi ţađ vera algengt ađ fólk héldi ţessu fram í fyrsta viđtali. Hún spurđi svo til baka „hvers vegna finnst ţér ţú ekki eiga heima hér?“ Já hvers vegna hélt ég ađ ég ćtti ekki heima í ţessu heimilislega herbergi? Mér fannst ţađ sem ég bjó yfir ekkert merkilegt, ég mundi ţađ takmarkađ og sennilega vćri ţađ allt saman mér ađ kenna. Ég vćri örugglega ađ gera úlfalda úr mýflugu. Ég skammađist mín og fannst ég ekki eiga rétt á samúđ. Ţessi góđa kona gćti líka án efa variđ tíma sínum mun betur í ađ hjálpa ţeim sem virkilega ţyrftu á ţví ađ halda.

Ţetta voru fyrstu samrćđur mínar viđ ráđgjafann minn hjá Aflinu Akureyri. Ég kom ţangađ í mars 2014 til ađ leita mér ađstođar eftir margra ára ţögn yfir ţví kynferđisofbeldi sem ég hafđi orđiđ fyrir á lífsleiđinni. Viđ tók margra mánađa vinna í viđtölum ţar sem ég kafađi ofan í dýpstu og myrkustu stađina innra međ mér. Hjá Aflinu lćrđi ađ ţađ sem ég varđ fyrir var ekki mér ađ kenna og ađ ofbeldiđ hefđi mótađ mig á allan hátt. En ég sat uppi međ afleiđingarnar og hjá Aflinu fékk ég ađstođ til ađ greina ţćr og koma ţeim frá mér. Ţar var hlustađ á mig og ég fann í fyrsta skiptiđ ađ ţarna var einhver sem skildi mig, einhver sem hafđi gengiđ í gegnum ţetta sama og komist lifandi frá ţví.

Afleiđingar kynferđisofbeldis eru margţćttar, bćđi líkamlegar og andlegar. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt ađ konur sem sćttu kynferđisofbeldi í ćsku geta ţjáđst af alls kyns vandamálum á fullorđins árum. Má ţar nefna meltingarfćratruflanir og sýkingar, vandamál tengd hjarta- og ćđakerfi, svimi og yfirliđ, brenglun á innkirtlastarfsemi, sogćđakerfisvandamál, taugáföll og móđurlífsvandamál. Jafnframt geta andleg veikindi, líkt og ţunglyndi, kvíđi, áfallastreita og geđhvörf hrjáđ konur sem sćtt hafa kynferđisofbeldi, sem og fíkn af öllum toga. Sýnt hefur veriđ fram á ađ međ úrvinnslu á ofbeldinu hafa konur náđ betri líkamlegri og andlegri heilsu. Ţađ er mikilvćgt ađ ţau úrrćđi sem eru í bođi séu miđuđ viđ ţarfir einstaklinga. Ţađ hefur Afliđ á Akureyri haft ađ leiđarljósi og býđur upp á jafningjafrćđslu og jafningjastuđning og ţangađ er frítt ađ leita. Ráđgjafar Aflsins hafa allir upplifađ á eigin skinni hvernig ţađ er ađ takast á viđ afleiđingar kynferđisofbeldis.

Ţađ er sérstaklega mikilvćgt ađ úrrćđi sem ţessi standi fólki til bođa hvar sem er á landinu, líka á landsbyggđinni. Kynferđisofbeldi á sér nefnilega stađ, ţví miđur, úti um allt.

Ég starfa í dag sem ráđgjafi hjá Aflinu og hef fengiđ oft ađ heyra „ég veit ekki hvort ég á heima hér...?“ frá ţeim sem til mín leita. Til allrar hamingju get ég sagt ţeim, líkt og mér var sagt voriđ 2014, „jú ţú átt heima hér og ég veit ţađ ţví ég hef veriđ ţar sjálf“.

Ólöf María Brynjarsdóttir

-Höfundur er ráđgjafi hjá Aflinu á Akureyri

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16