Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

Hinn 21. mars hefur verið útnefndur sem alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.Lógó Evrópuvika

Samtökin sem halda utan um Evrópuvikuna heita United Against Racism og á heimasíðu þeirra er hægt að finna allar frekari upplýsingar um 21. mars sem og Evrópuvikuna. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvernig dagskráin fer fram í öðrum löndum Evrópu á hverju ári.  Dagana í kringum 21. mars hafa þúsundir manna komið saman eða staðið að ýmsum viðburðum til að kveða niður kynþáttafordóma og misrétti í álfunni. Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.

Mannréttindaskrifstofan hefur haldið utan um vikuna hér á landi. Við höfum lagt upp úr því að vinna með ungu fólki og unnið verkefnið í samstarfi við ýmis æskulýðssamtök og hefur markmiðið verið að fræða ungt fólk um fjölbreytileika samfélagsins ásamt því að vekja þau til umhugsunar um þá fordóma sem er að finna þar. Síðan hafa ungmennin tekið þátt í viðburði þar sem þau dreifa boðskapnum áfram.

Við hvetjum alla áhugasama um Evrópuvikuna að hafa samband við okkur eða kynna sér hana nánar á vef UNITED http://www.unitedagainstracism.org/, hér á vefsíðunni eða á facebook síðu átaksins hér á landi https://www.facebook.com/evropuvika?ref_type=bookmark.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16