Mannréttindi og Ísland

Mannréttindi og Ísland er vefsetur um mannréttindamál þar sem ætlunin er að safna saman á einn aðgengilegan stað öllu markverðu efni um málaflokkinn á Íslandi.

Eitt helsta markmið Mannréttindaskrifstofunnar er að efla virðingu fyrir mannréttindum. Þetta gerir skrifstofan m.a. með því að safna upplýsingum um mannréttindamál, veita aðgang að þessum upplýsingum og koma þeim á framfæri.

Á þessari síðu er m.a. að finna:

  • svör við algengum spurningum um mannréttindi;
  • leiðbeiningar um það hvernig einstaklingar sem telja á sér brotið geta leitað réttar síns;
  • greinar íslenskra og erlendra fræðimanna um mannréttindi;
  • greinar um réttindi tiltekinna hópa s.s. kvenna, barna, fatlaðra o.s.frv.;
  • innlend lög er varða mannréttindi;
  • helstu alþjóðasamninga um mannréttindi;
  • skýrslur og gögn um Ísland frá eftirlitsnefndum Sameinuðu þjóðanna;
  • skýrslur og gögn frá Evrópuráðinu;
  • skýrslur og gögn frá Evrópusambandinu; og
  • úrval dóma alþjóðlegra mannréttindadómstóla og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum gegn íslenska ríkinu.

Mannréttindaskrifstofa Íslands þakkar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands veittan stuðning við uppbyggingu vefsetursins.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16