Evrópuráðið

"Evrópuráðinu er ætlað að efla samvinnu og samkennd meðal aðildarríkjanna. Hlutverk ráðsins er að standa vörð um varðveislu mannréttinda, viðhalda stöðugleika og styrkja lýðræðislega stjórnarhætti í aðildarríkjunum. Aðild að ráðinu felur í sér viðurkenningu á að viðkomandi ríki teljist uppfylla grundvallarskilyrði um lýðræðislegt stjórnarfar og virðingu fyrir mannréttindum.

...

Eitt af verkefnum Evrópuráðsins hefur verið gerð alþjóðasamninga, sem meðal annars hafa haft það að markmiði að samræma lög þeirra ríkja sem gerast aðilar að þeim og stuðla enn frekar að samvinnu þeirra. Þessi þáttur í starfi Evrópuráðsins fer ekki hátt í erli daglegrar umræðu en hefur margvíslegar skyldur í för með sér fyrir samningsríkin. Þeim ber að virða ákvæði samninganna í löggjöf sinni og við stjórnarframkvæmd. Með þessum hætti setja samningarnir mark sitt á samtíð okkar og samfélag, einkum þeir samningar sem mæla fyrir um samskipti ríkisins við þegna sína og kveða á um grundvallarréttindi þeirra. Því skiptir miklu að þessir samningar séu almenningi aðgengilegir."

Evrópuráðið hefur lagt fram til undirritunar tæplega 200 samninga sem "átt hafa ríkan þátt í að styrkja mannréttindi og lýðræði og efla samkennd meðal ríkja Evrópu."

Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, af síðu Utanríkisráðuneytis (1999).

Safn Evrópusamninga

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16