Alþjóðleg mannréttindakerfi

Alþjóðleg mannréttindakerfi grundvallast á alþjóðasamningum og samþykktum þar sem stjórnvöld aðildarríkja undirgangast að tryggja þegnum sínum ákveðna vernd og réttindi. Þó íslensk stjórnvöld fari oftast að alþjóðlegum mannréttindareglum þá kemur það fyrir að reglurnar eru brotnar og til eru ríki sem virða þær að vettugi. 

Alþjóðastofnanir leitast við að vinna að framgangi mannréttinda m.a. með því að setja efnisreglur, halda uppi eftirliti og þrýsta á ríki sem gerast brotleg við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Til eru bæði alþjóðleg og svæðisbundin mannréttindakerfi grundvölluð á alþjóðlegum mannréttindasamningum.  Evrópuráðið og Samtök Ameríkuríkja hafa sett á fót dómstóla þar sem fást bindandi dómaniðurstöður og verið er að koma á fót Mannréttindadómstól Afríku.

Innan kerfis Sameinuðu þjóða er að finna fjölda stofnana er hafa eftirlit með mannréttindum á grundvelli alþjóðlegra samninga og samþykkta en þeim er betur lýst hér að neðan.

Alþjóðavinnumálastofnunin sinnir einnig ýmiss konar eftirliti.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16