Fréttir

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út ritið Réttarstaða eldra fólks.

Réttarstaða eldra fólks
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út ritið Réttarstaða eldra fólks. Ritið er aðeins að finna á rafrænu formi en framkvæmdastjórn skrifstofunnar ákvað árið 2012 að gefa rit skrifstofunnar framvegis út á netinu. Var ákvörðunin fyrst og fremst tekin á grundvelli umhverfisverndarsjónarmiða. Í upphafi ritsins er fjallað um þróun löggjafar í málefnum eldra fólks, bæði innlenda og alþjóðlega. Þá kemur kafli um réttaröryggi eldra fólks þar sem fjallað er m.a. um stjórnskipulag málefna eldra fólks, mannréttindi eldra fólks og úrræði til að tryggja réttaröryggi þeirra. Ritinu er svo skipt í kafla eftir einstökum réttindum, svo sem réttinum til framfærslu- og félagsþjónustu og réttinum til heilbrigðisþjónustu. Inntak réttarins er svo skilgreint út frá þeim innlendu og erlendu réttarheimildum sem við eiga þar sem sérstök áhersla er lögð á að draga fram þær réttarheimildir sem lúta að eldra fólki.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (dvalar- og atvinnuleyfi), þskj. 839, 597. mál.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022-2025, þskj. 834, 592. mál.
Lesa meira

Gestir frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Þróunaráætlun SÞ
Gestir frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna
Lesa meira

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Talsmenn barna á Alþingi
Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna.
Lesa meira

Mannréttindaþing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2022

Panel umræður
Mannréttindaþing Mannréttindaskrifstofu Íslands 20. september 2022-Samantekt Þingið var haldið á Hótel Reykjavík Nordica og var vel sótt. Hér á eftir fylgir samantekt úr fyrirlestrum sem þar voru haldnir og tillögur um úrbætur og ábendingar.
Lesa meira

Pistill um mannréttindi í 39. tbl. Vikunnar

Mannleg reisn
Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands skrifaði pistil til umhugsunar um mannréttindi í 39. tölublað Vikunnar:
Lesa meira

RIFF - Umræður eftir frumsýningu (Impact Talk) Eternal Spring

RIFF
Þann 5. október síðastliðinn tók framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands þátt í umræðum (Impact Talk) eftir frumsýningu myndarinnar Eternal Spring á RIFF (Reykjavík International Film Festival).
Lesa meira

Heimsóknir félagasamtaka frá styrkþegaríkjum Uppbyggingarsjóðs EES

Heimsókn félagasamtaka
Samkvæmt þjónustusamningi við utanríkisráðuneytið er Mannréttindaskrifstofa Íslands tengiliður við frjáls félagasamtök sem fengið hafa eða hug hafa á að sækja um verkefnastyrk í Uppbyggingarsjóð EES, nánar til tekið Active Citizen‘s Fund hluta sjóðsins.
Lesa meira

Umsögn um drög að sjöttu skýrslu Íslands um alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Meðfylgjandi er umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) og Landssamtakanna Þroskahjálpar um efni skýrsludraganna. Munu samtökin og skila viðbótarskýrslu til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með framkvæmd framangreinds alþjóðasamnings.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16