Viðburðir í Evrópuvikunni

Viðburðir í Evrópuvikunni
Evrópuvikan 2015

Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir þremur viðburður í vikunni í ár í samstarfi við AFS á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta, Evrópustofu, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Rauða krossinn, Reykjavíkurborg og Ungliðahreyfing Rauða krossins.

Hönd í hönd. Þann 17. mars kl. 11 að morgni, munu nemendur og starfsfólk yfir 20 grunnskóla um allt land, takast hönd í hönd í hringum skólabyggingar sínar til að sýna samstöðu með margbreytileika.

Póstkortaverkefni. Ýmsir hópar ungs fólks hafa skrifað 1000 póstkort og verða þau send til handahófsvalinna viðtakenda í Evrópuvikunni.Skilaboðin eru skrifuð sem hvatning til samstöðu gegn kynþáttafordómum og er viðtakendum boðið að taka þátt í þeirri samstöðu með því að taka mynd af sér með skilaboðunum undir millumerkinu #hondihond.

Málþing –Fordómar og kynþáttamisrétti á Íslandi. 21. mars kl. 13 – 15. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur. Á málþinginu verður kynþáttamisrétti rætt frá ýmsum sjónarhornum. Tove Søvndahl Gant talar um hvaða aðferðum hefur verið beitt á móti kynþáttamisrétti í Evrópu, Cynthia Trililani, Patrycja Wittstock Einarsdóttir, Þórdís Nadía Óskarsdóttir og Einar Már Guðmundsson tala um fordóma á Íslandi og Ólafía Rafnsdóttir talar um stöðu mála á vinnumarkaði á Íslandi. Aðgangur er ókeypis og verður boðið upp á léttar veitingar


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16