Vekjum athygli á viðburði Íslandsdeilar Amnesty International 27. jan. nk.

Vekjum athygli á viðburði Íslandsdeilar Amnesty International 27. jan. nk.
Take the Boat
Viljum vekja athygli á viðburði Íslandsdeildar Amnesty International, miðvikudaginn 27. janúar, en þá verður heimildamyndin Take the boat sýnd í Bíó Paradís ásamt því að pallborðsumræður fara fram sem Gaye Edwards og Sorcha Tunney frá Írlandi og Camille Hamet frá París leiða undir stjórn Margrétar Steinarsdóttir, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Frítt verður inn og allir velkomnir!

Myndin segir frá átakanlegri sögu fimm kvenna sem orðið hafa fyrir barðinu á harðneskjulegri fóstureyðingarlöggjöf á Írlandi en fóstureyðing er bönnuð þar samkvæmt lögum í nánast öllum tilvikum líka þegar um nauðgun ræðir. Ein þeirra sem reynt hefur fóstureyðingarlöggjöfina er Gaye. Hún gekk með fóstur sem ekki var lífvænlegt en fékk engu að síður hvorki upplýsingar um hvert hún ætti að leita né heldur að gangast undir fóstureyðingu. Hún verður gestur Íslandsdeildar, ásamt Sorcha Tunney yfirmanni herferðadeildar Amnesty á Írlandi og Camille Hamet framleiðanda myndarinnar og kvikmyndagerðakonu.
 
Hvetjum alla til að mæta!- link á facebook viðburð má finna á eftirfarandi slóð: 
https://www.facebook.com/events/1687922741485851/ 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16