Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

MRSÍ styður frumvarp þetta heils hugar enda er löngu tímabært að sett verði heildstæð löggjöf um bann við mismunun hér á landi. Hafa margir alþjóðlegir eftirlitsaðildar og eftirlitsnefndir, einna síðast Kvennanefnd Sþ og í svokölluðu UPR ferli hjá Sþ, gert athugasemdir við að enga slíka löggjöf skuli hér að finna. Að mati skrifstofunnar hefði þó farið betur á því að sameina mál nr. 393. og 394. og setja eina löggjöf um mismunun sem taki til allra sviða samfélagsins.

Umsögnina má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16