Umsögn MRSÍ um frumvarp til breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningarréttur erlendra ríkisborgara)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna. Með frumvarpinu er lagt til að kosningarréttur  útlendinga verði færður til svipaðs horfs og annars staðar á Norðurlöndunum.

MRSÍ styður framangreint frumvarp og telur hér vera stigin skref í rétta átt til að bæta réttindi erlendra ríkisborgara hér á landi. Líkt og í greinargerð með frumvarpinu segir þá er kosningarréttur lykilatriði í þátttöku manna í lýðræðislegu samfélagi. Hér greiða menn skatta og gjöld frá veitingu atvinnu- og dvalarleyfis og taka almennt þátt í uppbyggingu samfélagsins. Það er því mikilvægt að þeir öðlist kosningarrétt sem allra fyrst svo þeir geti haft áhrif og haft m.a. um það að segja hvert framlagi þeirra til þjóðarbúsins sé varið. 

Umsögninga í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16