Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra

Samkvæmt frumvarpinu eru veittar heimildir til umfangsmikillar vinnslu persónuupplýsinga, m.a. samkeyrslu þeirra. Geldur MRSÍ því þeim varnagla við, að skýrar verði kveðið á um hvaða upplýsingar skuli unnið með, í hvaða tilgangi, hver hafi aðgang að þeim, hvernig þær verði varðveittar o.s.frv. Bent skal á að brýnar ástæður þurfa að búa að baki heimildum til samkeyrslu skráa með persónuupplýsingum auk þess sem skýrt skal kveðið á um hvaða upplýsingar megi samkeyra.   

Frumvarpið í heild sinni má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16