Opinn fundur í Iðnó þriðjudaginn nk., þar sem kynnt verða drög um stöðu mannréttinda á Íslandi

MRSÍ vill vekja athygli á opnum fundi sem Innanríkisráðuneytið stendur fyrir í Iðnó næstkomandi þriðjudag, 7. júní, klukkan 9-12. Þar verða kynnt drög að skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi, sem er hluti af svokölluðu UPR-ferli (Universal Periodic Review).

UPR ferlinu var komið á fót árið 2006 af hálfu Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna og felur í sér allsherjarúttekt á stöðu mannréttinda í aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna. Öll aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna taka þátt í þessu starfi og skila skýrslu um stöðu mannréttindamála hjá sér. Önnur aðildarríki fá svo tækifæri til þess að gera athugasemdir um það sem það telur skorta eða hrósa viðkomandi ríki fyrir það sem vel er gert. Tilgangur ferlisins er að bæta stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna og er þetta í annað skiptið sem Ísland gerir slíka skýrslu. Fyrri athugunin fór fram árið 2011 og hefur Ísland unnið að því að vinna úr þeim athugasemdum sem þá komu fram. 

Frekari upplýsingar um fundinn má nálgast hér.

Vinsamlegast athugið að tilkynna þarf þátttöku á fundinum á netfangið mannrettindi@irr.is eigi síðar en fyrir klukkan 12 föstudaginn 3. júní. 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16