Ný uppfærsla á leiðarvísi um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE)

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má nú finna nýútkomna uppfærslu leiðarvísis um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Þar er fjallað um nýlegar niðurstöður dómstólsins sem þykja skipta máli varðandi meðferðarhæfi kæra, leiðbeiningar um útfyllingu kærueyðublaðs í framhaldi af breytingum á reglum dómstólsins um síðustu áramót og tilvísanir til gagnlegra heimilda.

Sjá hér á vef ráðuneytisins

Leiðarvísirinn er einnig aðgengilegur á ensku á heimasíðu MDE á slóðinni:http://echr.coe.int/Documents/Admissibility_guide_ENG.pdf


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16