Málið þitt og málið mitt, lifandi tungumál á Alþjóðadegi móðurmálsins 2015

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins er markmiðið að fagna fjölbreyttum tungumálum reykvískra barna með líflegri dagskrá. Þar verða töfrar, söngur og sögur um sólina og skapandi sólarsmiðja. Þar að auki gefst börnum tækifæri að kynnast tungumálum annarra barna.
Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið að taka þátt í smiðjunni „Lifandi tungumál“. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir alla sem búið hafa erlendis og lært þar ný tungumál og þá sem nota fleiri tungumál en íslensku í daglegu lífi. Í tungumálasmiðjunni fær barnið og fjölskylda þess sitt svæði eða borð þar sem þau kynna og miðla sínu tungumáli á fjölbreyttan hátt.

Alþjóðadagur móðurmálsins á Café Lingua fyrir börn í Borgarbókasafninu|Menningarhúsi Gerðubergi, Laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00-16.00

Skráning sem „lifandi tungumál“ og nánari upplýsingar hjá Kristínu:
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is, sími 411 6122.

Facebook-síða viðburðarins https://www.facebook.com/events/1537162959906614/?fref=ts 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16