Hvað er helst í fréttum? / What’s in the news?

Hvað er helst í fréttum? / What’s in the news?
Hvað er helst í fréttum?

MRSÍ vekur athygli á:

*English below

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Hvað er helst í fréttum?
Langar þig að skilja hvað er að gerast á Íslandi, kynnast íslenskum fjölmiðlum og lesa blöðin?
Vertu velkomin/n á Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15, fimmtudaga kl. 17.30
”Hvað er í fréttum” er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu. Sigyn og Snæfríður, sjálfboðaliðar Rauða krossins, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni.
Þar að auki gefst tækifæri til að kynnast þeim mikla fjársjóði sem Borgarbókasafn hefur upp á að bjóða, hitta nýtt fólk og styrkja tengslin.
Markmiðið er að þátttakendur:
-Kynnist samfélagslegri umræðu á Íslandi og fá þjálfun í að lesa fjölmiðla.
-Kynnist mismunandi fjölmiðlum á Íslandi.
-Fái leiðbeiningar við að leita sér að fréttum.
-Geti komið með óskir og fengið aðstoð við að skilja betur útvaldar greinar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins við Reykjavíkurdeild Rauða krossins, og er hugmyndin að stuðla að þátttöku í samfélaginu og skapa vettvang fyrir samræður.

http://borgarbokasafn.is/is/content/hva%C3%B0-er-helst-%C3%AD-fr%C3%A9ttum-0 

*English

The Reykjavik City Library | Grófin Culture House

What’s in the news?
Do you want to understand what’s going on in Icelandic society, get to know the Icelandic media and read the newspapers?

Welcome to the Reykjavik City Library in Tryggvagata 15, 1st floor, Thursdays at 5.30 pm

"What’s in the news?" is a multicultural service offered at Reykjavik City Library. Sigyn and Snæfríður, volunteers from the Reykjavik Red Cross, will assist the ones interested in how to understand the main news. It’s also possible to bring articles of own interest in order to further understand and discuss them.
The program also gives participants the chance to get to know the great treasures that the City Library has to offer, meet new people and connect to Icelandic society.
The project is a collaboration between the Reykjavik City Library and the Reykjavik Red Cross. The idea is to promote active participation and create a platform for dialogue.

Enska: http://borgarbokasafn.is/en/content/whats-news


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16