Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2015

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti verður dagana 14.-21.mars næstkomandi en Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um skipulagningu hennar í samstarfi við Evrópustofu, Rauða Kross Íslands, AFS, LÆF, URKÍ, Skátana, Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.

Evrópuvikan gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.

Yfirskrift vikunnar í ár er 'Hönd í hönd' en ýmiss verkefni og viðburðir eru á dagskrá og allar upplýsingar má nálgast á facebooksíðu vikunnar hér.
Einnig má finna frekari upplýsingar um Evrópuvikuna og viðburði fyrri ára á síðu Mannréttindaskrifstofunnar hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16