Damon Barrett mannréttindalögfræðingur heimsækir Ísland

Damon Barrett mannréttindalögfræðingur heimsækir Ísland
Damon Barrett

Mannréttindalögfræðingurinn Damon Barrett flytur opinberan fyrirlestur um mannréttindi og stríðið gegn fíkniefnum, þann 19. febrúar kl 16:30-18:00, í stofu 101 Lögbergi. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands og Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg málefni.


Damon hefur unnið fyrir ýmsar alþjóðastofnanir, þar á meðal alþjóðlegu skaðminnkunarsamtökin IHRA, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Sameinuðu þjóðirnar.Hann er í hópi helstu fræðimanna á sérsviði fíknistefnu og mannréttinda. Damon Barrett hefur um árabil rannsakað jaðaráhrif fíknistefnu (drug policy) á mannréttindi í heiminum, ekki síst á réttindi barna og ungmenna, auk þess heilsutjóns sem  hann telur stefnuna kalla yfir fíknisjúka.

http://snarrotin.is/damon-barrett-heimsaekir-island/

https://www.facebook.com/events/350652615130726/


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16