Dagskrá 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi

Dagskrá 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir dagana 25.nóvember - 10.desember og verða ýmislegt um að vera til að vekja athygli á því. Hér að neðan má sjá þá viðburði sem verða á dagskrá bæði í Reykjavík og á Akureyri. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána, það er margt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá átaksins á pdf.

Miðvikudaginn 25. nóvember

Jafnréttisþing 2015 í boði Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráðs, kl. 08.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Markmið þingsins er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu.

Ljósaganga frá Akureyrarkirkju, klukkan 17:00 á Akureyri
Í göngulok verður kvikmyndin Girl rising sýnd í Sambíó. Myndin sýnir hvernig menntun getur rofið vítahring ofbeldis og fátæktar. Zontakonur bjóða í bíó en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu.

Ljósaganga frá Arnarhóli, klukkan 19:00 í Reykjavík
Yfirskrift göngunnar er "Heyrum raddir allra kvenna" og mun Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú, leiða gönguna og flytja hugvekju. 

Fimmtudaginn 26.nóvember

Morgunverðarfundur á Stígamótum, klukkan 08:30 í Reykjavík
Hinsegin fólk á Stígamótum. Sigríður Birna Valsdóttir leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 ræðir "Hinseginmeðvitund í ráðgjafarstarfi". Frá Trans Ísland kemur Ugla Stefanía Jónsdóttir. 
Viðburðinn má finna hér.

Föstudaginn 27.nóvember

Afhending viðurkenninga Stígamóta 2015, í Reykjavík 
Á hverju ári síðan árið 2008 hafa Stígamót veitt viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu málaflokksins. Má nefna réttlætisviðurkenningar, hugrekkisviðurkenningar, jafnréttisviðurkenningar, samstöðuviðurkenningar og viðurkenningar til kvenna sem hafa ögrað ríkjandi gildum.

Miðvikudaginn 2.desember

Morgunverðarfundur Kvennaathvarfsins, klukkan 08:15 í Reykjavík 
Ofbeldi í ókunnu landi; Heimilisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Föstudagurinn 4.desember

Málþing Jafnréttisstofu, Aflsins og Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri, klukkan 11:45 á Akureyri
Málþingið fjallar um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum og er haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri og er öllum opið. Þáttöku skal tilkynna á netfangið arnfridur@jafnretti.is

Opið hús hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, klukkan 17:00 - 20:00 á Akureyri
Brekkugötu 34 – boðið upp á súpu, brauð og kynningu á starfi Aflsins. 

Laugardaginn 5.desember

Bréfamaraþon Amnesty International, klukkan 13:00-17:00 á Akureyri
Á Akureyri fer bréfamaraþonið fram á Eymundsson 

Miðvikudaginn 9.desember

Málþing Mannréttindaskrifstofu Íslands og Jafnréttisstofu, klukkan 12:00 í Reykjavík
Fjallað verður um Istanbúlsamninginn og verður það haldið á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Fimmtudagurinn 10.desember

Málþing UNICEF og UN Women, klukkan 08:30 í Reykjavík
Málþingið verður haldið á Radisson Blu Hótel Saga. Rætt verður um hindranir sem afganskar stúlkur standa frammi fyrir á vegi sínum til menntunar og persónulega reynslu þriggja kvenna af stöðu kvenna í Afganistan. Fyrirlesarar verða þær Guissou Jahangiri, framkvæmdastjóri Armanshahr/OpenAsia stofnunarinnar (www.openasia.org), Razia Stanikzai, sem starfar hjá afganska menntamálaráðuneytinu og hefur unnið fyrir UNICEF og frjáls félagasamtök í Afganistan, og Fatima Khurasani, fyrrum nemandi í Jafnréttiskóla Sþ. Málþingið er í boði forsætis-, utanríkis- og velferðarráðuneytisins.

Morgunverðarfundur á Stígamótum, klukkan 08:30 í Reykjavík
Karlar á Stígamótum. Hallgrímur Helgason flytur erindi og les úr nýrri bók sinni Sjóveikur í Munchen.

Samverustund á Amtbókasafninu, klukkan 17:00 á Akureyri
Sagt frá komu flóttaólks til Akureyrar. Friðarkaffi, kakó, söngur og ljóðalestur.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16