Dagskrá 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi

Dagskrá 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi
16 daga átak logo

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir dagana 25.nóvember - 10.desember og verða ýmislegt um að vera til að vekja athygli á því. Hér að neðan má sjá þá viðburði sem verða á dagskrá bæði í Reykjavík og á Akureyri. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána, það er margt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá átaksins á pdf.

Miðvikudaginn 19. nóvember

Strákarnir á Stígó - Opið Hús, klukkan 20:00 í Reykjavík
Körlum sem hafa nýtt þjónustu okkar í gegnum árin, verður boðið í kaffi og góðgæti í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Viljum við nota tækifærið til þess að gefa okkar körlum möguleika á að hittast og ræða hin og þessi mál sem snerta starfsemi Stígamóta. Það er mikilvægt fyrir starfsemi Stígamóta að hún endurspegli reynslu og þarfir okkar fólks.

Föstudaginn 21. nóvember

Einelti í allri sinni mynd, klukkan 12:30 á Akureyri
Málþing haldið í Háskólanum á Akureyri stofu N101. Skráning: www.simenntunha.is / 460-8091

Viðurkenningar Stígamóta 2014, kl. 16-18 í Reykjavík
Árið 2008 veittu Stígamót fyrstu viðurkenningarnar fyrir framúrskarandi starf fyrir jafnrétti og gegn ofbeldi.  Viðurkenningarnar eru hugsaðar sem hvatning til frekari afreka og til þess að minna okkur á að þrátt fyrir að mikið sé enn óunnið í málaflokknum hafa margir lagt mikið af mörkum.  Einn af ánægjulegustu viðburðum ársins hjá Stígamótum

Þriðjudaginn 25. nóvember

Ljósaganga frá Akureyrarkirkju, klukkan 17:00 á Akureyri
Í göngulok verður kvikmyndin Girl rising sýnd í Sambíó. Myndin sýnir hvernig menntun getur rofið vítahring ofbeldis og fátæktar. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu.

Ljósaganga frá Klambratúni, klukkan 18:30 í Reykjavík
Listakonan Ragneiður Harpa Leifsdóttir framkvæmir gjörningin Helix Lux þar sem samspil ljóss, tóna og fólks mun mynda ljósaspíral og ljósöldu. 

Stuttmyndasýning Stígamóta um ofbeldi gegn fötluðum konum, klukkan 20:00 í Reykjavík
Stígamót býður í bíó með popp og kóki í nýju og aðgengilegu húsnæði að Laugavegi 170, 2. hæð. Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir „Det finns stunder“ sem fjalla um ólíkar tegundir ofbeldis sem fatlaðar konur með ólíkar skerðingar verða fyrir. Sýningartími er 30 mínútur og í lokin verður boðið upp á umræður um efni myndanna.

Fimmtudaginn 27.nóvember

War Redefined - Bíókvöld í Hinu Húsinu, klukkan 20:00 í Reykjavík
Kvikmyndin War Redefined sem fjallar um stöðu kvenna á átakasvæðum verður sýnd. Að sýningu lokinni taka við umræður um efni myndarinnar og birtingarmyndir kynbundins ofbeldis á Íslandi. Ungliðahreyfing Amnesty International verður á staðnum og safnar undirskriftum til að vekja athygli á Mannréttindarbrotum gegn konum í El Salvador. Bíókvöldið er sameiginlegt verkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, ungliðahreyfinga UN Women og Amnesty International, FUJ, SÍF og fleiri aðila.

Tónleikar - Ferskir tónar á Stígamótum, klukkan 20:00 í Reykjavík
Stígamót halda tónleika til að vekja athygli á 16 daga átakinu og bjóða fólki að kíkja á okkar nýja húsnæði á Laugavegi 170. Á meðal listamanna sem fram koma eru: Hljómsveitt, dj. Flugvél og geimskip.

Sunnudaginn 30.nóvember

Árlegt Bréfamaraþon Amnesty  International verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur, klukkan 18:00
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur af stað árlegt bréfamaraþon Amnesty International. Notaleg aðventustemning verður í Ráðhúsinu þennan dag og kennir ýmissa grasa. Bréfamaraþonið fer sífellt vacandi hér á landi en í fyrra voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Bréfamaraþonið fer svo fram á 19 stöðum á landinu í ár. Meðal annarra mála sem bréfaátakið tekur fyrir er blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador og ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta fyrir þungaðar konur í Mkhondo-sveitarfélaginu í Suður-Afríku.

Bréfamaraþon Amnesty International, klukkan 12:00-17:00 á Höfn í Hornafirði
Á Höfn í Hornafirði fer bréfamaraþonið fram á jólamarkaðinum við höfnina.

Miðvikudaginn 3.desember

Námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi, klukkan 11:30 - 16.00 á Akureyri
Námskeið fyrir starfsfólk félagsþjónustu, heilsugæslu, lögreglu, barnavernd og aðra sem vinna með heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Fimmtudaginn 4.desember

Of good report sýnd í Sambíó á vegum Kvik Yndi, klukkan 16:00 á Akureyri
Hæglátur kennari í afskekktu sveitaþorpi í Suður-Afríku hefur ólöglegt ástarsamband við nemanda sinn sem mun hafa hörmulegar afleiðingar fyrir þau.

Stígamót og Strákarnir - Hlutverk karlmanna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Morgunverðarfundur klukkan 8:30-10:00 í Reykjavík
Á þessum fundi verður tekið fyrir hlutverk karlmanna í baráttunni gegn ofbeldi. Hjálmar Gunnar Sigmarsson mun kynna niðurstöður úr nýlegri MA rannsókn sinni í kynjafræði, sem skoðaði reynslu ungra íslenskra karl femínista. Í rannsókninni lögðu viðmælendur Hjálmars meðal annars áherslu á mikilvægi umræðunnar um kynferðisofbeldi gegn konum. Að lokum mun fara fram pallborðsumræður um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar verið er að virkja karlmenn á þessum vettvangi. 

Föstudaginn 5.desember

Hádegisstund í Eymundsson, klukkan 12:00 á Akureyri
Steinar Bragi Guðmundsson les upp úr bók sinni Kata og spjallar við gesti. 

Laugardaginn 6.desember

Samverustund á Amtbókasafninu, klukkan 14:00 á Akureyri
Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir verkefnastýra Tabú fjallar um ofbeldi gegn fötluðum konum.

Bréfamaraþon Amnesty International á skrifstofu Íslandsdeildar, klukkan 13:00-18:00 í Reykjavík
Notaleg jólastemming verður í fyrirrúmi og stórsöngkonan Sigríður Thorlacius mun gleðja gesti með söng og undirspili og Varsjárbandalagið mun einnig leika nokkur lög. Boðið verður upp á kaffi, kakó og kruðerí.

Bréfamaraþon Amnesty International, klukkan 13:00-17:00 á Akureyri
Á Akureyri fer bréfamaraþonið fram á Eymundsson og á Bláu Könnunni.

Bréfamaraþon Amnesty International, klukkan 13:00-16:00 á Ísafirði.
Á Ísafirði fer bréfamaraþonið fram í Edinborgarhúsinu.

Sunnudaginn 7.desember

Helgistund, klukkan 11:00 á Akureyri
Helgistund í Akureyrarkirkju tileinkuð 16 daga átakinu

Miðvikudaginn 10.desember

Friðarkaffi og kakó við Kaffi Ilm, klukkan 17:00 á Akureyri

 8-13.desember

Bréfamaraþon Amnesty International á Egilstöðum.
Á Egilstöðum fer bréfamaraþonið fram á Bókasafni Héraðsbúa á milli 14:00 og 19:00 dagana 8-12 desember, og þann 13. desember á jólamarkaði Jólakattarins í gróðurhúsi Barra á Valgerðarstöðum á Héraði, á milli 12:00 og 16:00.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16