Bréf Mannréttindaskrifstofu Íslands til félags- og barnamálaráðherra vegna öryggisvistunar

Bréf Mannréttindaskrifstofu Íslands til félags- og barnamálaráðherra vegna öryggisvistunar.

Vegna fréttaflutnings varðandi áform um að setja upp öryggisvistun í Reykjanesbæ fyrir ósakhæfa einstaklinga og þá sem þurfa öryggisgæslu, ákvað Mannréttindaskrifstofa Íslands að minna félags- og barnamálaráðherra á nokkrar þeirra alþjóðlegu mannréttindaskuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist og þá löggjöf sem virða ber til að tryggja mannréttindi þeirra einstaklinga sem slíkri öryggisvistun sæta. Bréfið má nálgast hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16