Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður - Ný kynslóð - nýjar hugmyndir?

Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“ Dagskráin er skipulögð í samstarfi ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á dagskránni eru þrjú erindi sem öll fjalla um ungt fólk.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri flytur erindið „Er þetta veröld sem við viljum?“ Um ungt fólk og jafnréttisviðhorf.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og forkona Jafnréttisnefndar KÍ velti fyrir sér þeirri spurningu í erindi sínu hvort klámvæðingin hafi áhrif á kynskiptan vinnumarkað.
Að lokum flytur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands erindið „Starfsval í valdakerfi“.
Fundarstjórn er í höndum Signýar Jóhannesdóttur, varaforseta ASÍ.

Dagskráin fer fram í Gullteigi B og hefst kl. 11:45. Í upphafi fundar er framreiddur léttur hádegismatur.
Dagskrá fundarins.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16