Áframhaldandi lögfræðiráðgjöf til innflytjenda þeim að kostnaðarlausu

Áframhaldandi lögfræðiráðgjöf til innflytjenda þeim að kostnaðarlausu
Frá undirritun samnings við Velferðarráðherra 2015

Mannréttindaskrifstofa Íslands fagnar endurnýjun samnings við Velferðarráðuneytið um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda sem undirritaður var 12. Janúar síðastliðinn. Á síðasta ári veitti Mannréttindaskrifstofan 513 viðtöl og má sjá talsverða fjölgun milli ára. Innflytjendur óska helst eftir ráðgjöf á sviði fjölskylduréttar, einkum vegna skilnaðar-, forsjár- og umgengnismála, en ýmis önnur mál koma einnig við sögu, svo sem ráðgjöf vegna dvalar- og atvinnuleyfa, húsnæðismála, fjárhagsörðugleika og annað sem varðar félagsleg réttindi innflytjenda.
Ráðgjafar skrifstofunnar finna fyrir mikilvægi þess að innflytjendur fái persónulega leiðsögn um réttindi sín og skyldur.  


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16