2014

Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra - helstu málefni á allsherjarþingi Sþ 2014

Auglýsing hádegisspjall
Gunnar Bragi verður á opnum fundi föstudaginn 24. október sem er alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna. Hann mun fjalla um þátttöku sína á 69. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september og áherslur Íslands á vettvangi SÞ.
Lesa meira

Áhugavert prófmál í héraðsdómi Reykjavíkur - þjónusta við fatlaðan einstakling

MRSÍ barst ábending um að á miðvikudaginn 22. október n.k. kl. 9.15 mun fara fram aðalmeðferð í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101, í máli þar sem reynir á ógildingu stjórnarathafnar.
Lesa meira

Fréttabréf Mannréttindaskrifstofu Íslands janúar 2014 til október 2014

Í rafrænu fréttabréfi Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og yfirstandandi verkefni auk fróðleiks um mannréttindi á Íslandi og alþjóðlegum vettvangi. Er það von okkar að fréttabréfið verði velunnurum skrifstofunnar, og áhugafólki um mannréttindamál almennt, til gagns og gamans. Þeir sem óska eftir að gerast áskrifendur að fréttabréfinu eða vilja hætta áskrift geta sent tölvupóst á info@humanrights.is.
Lesa meira

Málþing um börn og ungmenni með tvíþættan vanda.

Dagskrá málþing
Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Hvernig kemur heilbrigðis- og velferðarþjónusta til móts við börn og ungmenni með geðrænana- og vímuefnavanda? Hvað er að veði? Höfum við villst af leið? Hvað gerum við nú? Gullteigur, Grand Hótel 23. október 2014 frá 10.00 - 16.00
Lesa meira

20 ár frá lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu

20 ár frá lögfestingu MSE
20 ár frá lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu Í ár eru liðin 20 ár frá lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu á Íslandi með lögum nr. 62/1994. Af því tilefni efna Mannréttinda- stofnun Háskóla Íslands og embætti umboðsmanns Alþingis til ráðstefnu, þar sem rætt verður um ýmsa áhugaverða fleti á stöðu sáttmálans svo og áhrif lögfestingar sáttmálans á dómaframkvæmd, stjórnsýslu og störf lögmanna.
Lesa meira

Alþjóðlegur gagnagrunnur yfir nútíma þrælahald (Global modern slavery directory)

Nútíma þrælahald er iðnaður sem að veltir um 150 milljörðum árlega og hefur áhrif á milljónir manna um allan heim. Konum, börnum og körlum er haldið í ánauð þar sem þau eru neydd til þess að vinna við kynlífsþjónust sem og í öðrum störfum alls staðar í heiminum. Til þess að tryggja að hægt sé að koma auga á öll fórnarlömb og koma þeim til hjálpar er nauðsynlegt að samtök sem að vinna gegn nútíma þrælahaldi geti á einfaldan hátt skipulagt og samræmt viðbrögð og komið fórnarlömbum í sambandi við þjónustuaðila víðsvegar í heiminum.
Lesa meira

Alþjóðadagur aldraðra í dag 1. október/International day of Older Persons

Eldri kona
Í dag, 1. október, er alþjóðadagur aldraðra. Af því tilefni hvetur hinn nýji sjálfstæði sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni aldraðra (Independent Expert), Rosa Kornfeld-Matte, öll ríki til þess að tryggja að sjónarmið aldraðra séu höfð til hliðsjónar allri stefnumótunarvinnu
Lesa meira

GRETA hefur gefið út skýrslu um Íslands

Bæklingar um mansal
GRETA er eftirlitskerfi vegna samnings Evrópuráðsins gegn mansali. Í GRETA starfa 15 óháðir sérfræðingar sem valdir eru vegna sérfræðiþekkingar sinnar í mannréttindum, aðstoðar og verndun fórnarlamba og á aðgerðum gegn mansali eða vegna sérþekkingar þeirra á samningnum. Skýrslan var gefin út 23. september síðast liðinn.
Lesa meira

Félagasamtök í Rúmeníu leita eftir samstarfsaðila

Rúmensku samtökin the Urban Regeneration Resource Center leita eftir samstarfsaðila í verkefni er lýtur að Róma börnum og börnum og ungmennum sem búa við óviðunandi aðstæður (youth at risk).
Lesa meira

Kallað eftir erindum í Slóvakíu - Kynbundið ofbeldi

Íslensk félagsasamtök eða aðrir aðilar sem hafa áhuga á samstarfi við frjáls félagasamtök í Slóvakíu sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi eru hvött til að skoða nánar.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16